Hamingjan sanna
Blessuð hamingjan já hún hefur verið hugarangur skálda, heimspekinga og guð veit hvað margra í sögunni. Hver einasta manneskja hefur velt þessu fyrir sér og ég er einn af þeim þessa dagana.
Kannski fer maður fram á of mikið. Hamingjan er nú ekki sú sama hjá öllum. Ég þekki til manna og kvenna sem finna hamingjuna í köldum bjór. Fyrir mér er hamingjan líklega nýlagað kaffi, flott ljóðlína eða hrikalega flott lag, stríðnisglampinn í börnunum og já litlu hlutirnir veita mér gleði. Ég hef skilgreint mig upp á síðkastið sem hversdagsrómantíker. Fólk gleymir svo oft að njóta hversdagsins og sjá fegurðina þar. Allt of margir gleyma sér í að umvefja sig veraldlegum umbúðum og halda að þeir finni hamingjuna í nýjum jakkafötum eða flottum bíl. Ekki svo að skilja að ég vilji ekki þessar umbúðir ;) Jamm, maður er ansi mikið að velta hlutunum fyrir sér þessa dagana og það er bara gaman að því.
Dagurinn í dag var virkilega fínn. Hitti Atla frænda í dag. Við kíktum á eina pizzu og svo í bíó. Atli er virkilega fínn og gaman að spjalla við hann um lífið og tilveruna. Hann hefur frá mörgu að segja.
Jammmmm, jæja farinn í rúmið. Þakka þeim sem lásu.
kveðja,
Arnar Thor
Kannski fer maður fram á of mikið. Hamingjan er nú ekki sú sama hjá öllum. Ég þekki til manna og kvenna sem finna hamingjuna í köldum bjór. Fyrir mér er hamingjan líklega nýlagað kaffi, flott ljóðlína eða hrikalega flott lag, stríðnisglampinn í börnunum og já litlu hlutirnir veita mér gleði. Ég hef skilgreint mig upp á síðkastið sem hversdagsrómantíker. Fólk gleymir svo oft að njóta hversdagsins og sjá fegurðina þar. Allt of margir gleyma sér í að umvefja sig veraldlegum umbúðum og halda að þeir finni hamingjuna í nýjum jakkafötum eða flottum bíl. Ekki svo að skilja að ég vilji ekki þessar umbúðir ;) Jamm, maður er ansi mikið að velta hlutunum fyrir sér þessa dagana og það er bara gaman að því.
Dagurinn í dag var virkilega fínn. Hitti Atla frænda í dag. Við kíktum á eina pizzu og svo í bíó. Atli er virkilega fínn og gaman að spjalla við hann um lífið og tilveruna. Hann hefur frá mörgu að segja.
Jammmmm, jæja farinn í rúmið. Þakka þeim sem lásu.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Rúna